Spilið "Trash" með spilastokk (52 spilum) eftir Milliliðir
20.4.2025 | 16:58
Gefið er eitt og eitt spil, tvær línur af fimm spilum fyrir hvern spilara, svo svo snýr spilabúnkinn niður eins og í Olsen Olsen og eitt spil snýr upp við hlið búnkans.
Þá hefst spilið og hver spilari má taka fyrsta spilið í búnkanum eða draga eitt spil úr spilunum sem snúa niður og þá óvitandi hvaða spil viðkomandi fær.
Á þessum 10 spilum hjá hverjum spilara skal reyna að safna í réttri röð ás sem er þá talan einn og þar af leiðandi fyrstur í röðinni á vinstri hlið spilarans en svo fer röðin frá vinstri til hægri.
Kóngur og drottning eru hlutlaus spil fyrir utan að það eru minni líkur á að maður fær rétt spil þegar dregið er nýtt spil úr búnkanum.
Gosinn er allt(1-10) og hægt er að leysa hann upp með réttu spili sem er í borði til dæmis ef maður dregur gosa úr spilabúnkanum þar sem dregið er nýtt spil þá setur maður það þar sem ásinn er í borði til dæmis og seinna þegar maður fær ás þá seturu ásinn í stað gosans svo notaru gosann á öðrum stað af þessum 1(ás) til 10.
Maður vinnur umganginn með að hafa safnað 1(ás) til 10 og þau spil snúa upp svo allir spilarar sjá hverju maður hefur náð að safna.
Viðkomandi sem vinnur hvern umgang fækkar spilum í borði við uppgjöf um einn hverju sinni sem viðkomandi vinnur umganginn og þegar sá sem er kominn með eitt spil á borði(ásinn) eftir þá vinnur sá spilari spilið í heildina þegar sá fær ásinn og klárar.
Hægt er að vera 2, 3 eða 4 spilarar og um að gera að hafa regluna að þegar maður leggur spil á borðið að sá leikur verður ekki afturkræfur eða þá borðfast spil með öðrum orðum.
Bloggar | Breytt 26.5.2025 kl. 01:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)