Inngangur
Í þessari ritgerð verður fjallað um íslenska listakonuna Lóu Hjálmtýrsdóttir, sagt verður frá starfsferill hennar og greint verður frá því í hvaða skóla hún sótti hér áður fyrr. Teknar verða fyrir fimm myndir úr listasafni hennar og útskýrt verður persónulegt álit mitt á þeim listaverkum. Ég valdi þessa listakonu til að fjalla um því ég þekki til hennar og ég kann vel að meta listina eftir hana. Hún Lóa kemur víða við í íslensku menningarlífi og stefnir öruglega á að halda áfram að eiga farsælan starfsferill á hvaða listgrein sem hún tekur sér fyrir hendur. Mig hlakkar til að sjá meira í framtíðinni með þessum listamanni hvort sem það tengist tónlist, leiklist eða myndlist.
Meginmál
Hún Lóa Hjálmtýrsdóttir var fædd árið 1979, hún lifir hamingjusömu lífi, er meðal annars móðir og með frábæra fjölskyldu að baki sér. Hún er með nóg af allskonar verkefnum fyrir höndum til að vinna í og er ábyggilega alltaf mjög upptekin manneskja ef út í það er farið. Myndlistarferill hennar er nú þegar árangursríkur og það vantar ekki sköpunargleðina í Lóu þar sem hún hafði ekki fyrir löngu sem markmið að teikna eina teikningu á dag í minnsta lagi. Hún hefur lært myndlist í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Listaháskóla Íslands og einnig við Parsons skólann í New York. Hún Lóa hefur búið til bækur og myndskreytt þær á eigin spýtur, hún vann við að búa til myndasögur í dagblaðið fréttablaðið á tímabili þar sem hún gat þá reynt á það að vera fyndin og gagnrýnin á ýmislegt áhugavert í samfélaginu sem var að gerast þá dagana í hversdagsleikanum. Lóa myndskreytti einnig kennsluefni frá Menntamálastofnunni og vann að handriti og ýmislega listræna hluti í sambandi við sjónvarpsþættina um Hulla. Lóa gerði myndasögu um störutilhneigingu Reykvíkinga sem var birt í The Guardian árið 2019.
Fyrsta alvöru skáldsagan hennar var barnabók sem heitir Grísafjörður og sú bók kom út árið 2020 en bókin fjallar um eyju þar sem einungis svín búa á. Lóa hefur einnig verið leikari og farið á kostum í áramótaskaupinu tvö ár í röð, sem sagt árið 2019 og 2020.
Hún Lóa hefur komið fram mjög oft í íslensku sjónvarpi og þyggur ábyggilega hvert einasta tækifæri á að koma fram á skjánum. Núna ekki fyrir löngu þá fylgdist ég með henni í spjallþætti Gísla Marteins þar sem hún kom fram í þættinum og ræddi við fólkið þar. Hún er ein af þessum Íslendingum sem hægt er að kalla sjónvarpsfólkið því hún hefur komið þar víða við, í sambandi við íslenska tónlist þá er hún eða var í hljómsveitinni Fm Belfast sem sló rækilega í geng og þótti hver platan á fætum annarri vera algjört meistarlegt tónverk. Í hljómsveitinni eru fimm manneskjur og hún Lóa sér þá aðalega um sönginn en ekki alveg alfarið því sum lögin eru með karlmannsröddu einnig. Þau hafa haldið marga fjölmenna tónleika og verið dugleg að troða upp víða um Evrópu undafarin ár, þá í Færeyjum, á Hróaskeldu í Danmörku meðal annars svo örfá dæmi séu tekin. Þessi tólistarstefna sem Fm Belfast hljómsveitin er einnskonar blanda af raftónlist, popptónlist og danstónlist. Ég mæli hiklaust með þessari hljómsveit fyrir hvaða aldursflokkk sem er og það skemmtilegasta við bandið er að hægt er að finna allar plöturnar þeirra á frægum samfélagsmiðlum og tónlistarsíðum heimsins því þetta eru nátturulega atvinnumenn á ágætis launum í tónlistarheimi nútímans eins og hann leggur sig. Hljómsveitin Fm Belfast hefur verið að vinna að því að búa til tónlist með böndum eins og Retró Stefson og Múm sem eru frábær bönd með svipaðar hugmyndir í sambandi við raftónlist.
Á facebook og instagram gengur Lóa undir nafninu Lóaboratoríum og birti þar eina myndasöguteikningu á dag á tímabili, myndirnar vooru með texta á ensku og hún er rosalega gagnrýnin á lífið og tilveruna með sinn algjöran einkahúmor í gangi. Hún talar um í viðtali sem ég las frá fréttablaðinu hann hún hefur fengið allskonar viðbrögð við húmor sínum í myndasögunum en hún talar um að það sé oftast þá bara einhver misskylningur í gangi þar sem hún útskýrir að hún sé einungis að tala um að grínast á léttu nótunum sem þarf ekki að vera neitt rosalega alvarlegt málefni. Að mínu mati þá eru myndasögurnar hennar algjör snilld og myndlistarstíllinn hennar er til fyrirmyndar. Hún Lóa hefur sannað það að ef maður er duglegur að teikna eða bara skapa einhverskonar listaverk, þá er alltaf einhver atvinna til í sambandi við slíkt hvar sem er þar sem fólk getur unnið hjálpast að við að búia til list og fengið borgað fyrir vinnu sína eða framlag sitt í að skapa eitthvað sérstakt. Það er ábyggilega fullt af fólki sem vilja hafa listasköpun í hvaða formi sem er sem aðal starfsgrein því það er alltaf gaman að skapa hluti. Sú staðreynd gefur hæfileikaríku listafólki tækifæri að farnast vel í lífinu og eiga góðan starfsferil, fólk fær þau forréttindi að vinna með allskonar sköpunarglöðum eintaklingum sem hafa svipaða hæfleika og maður sjálfur. Að vinna með fólki sem hefur þróað með sér hæfileika með nógu mikilli æfingu og hægt er að læra af ef útí það er farið. Æfingin skapar meistarann nefninlega hef ég heyrt og trúi á að svo sé.
Lokaorð
Að lokum vil ég segja að það var afar skemmtilegt að skrifa þessa ritgerð og leita af uppýsingum um þennan listamann. Ýmislegt sem ég fann með Lóu á netinu hafði ég aldrei séð áður, allar þessar bækur og þættir sem mig langar til að skoða betur í framtíðinni. Mér finnst ég hafa valið góða listakonu til að fjalla um því það eru mikið af góðum upplýsingum um listakonuna á netinu. Án efa segji ég henni Lóu frá því næst þegar ég hitti hana að ég gerði ritgerð um hana í myndlistasögu í menntaskóla þá hún verður örugglega hissa en vonandi bara meira stollt af sjálfi sér bara að það hafi allavega verið gert einu sinni þó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2025 | 11:20
Ef þið farið eftir þessum ráðum mínum í sambandi við tæknina þá þykir mér þið vera býsna pottþéttir aðilar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)