14.5.2025 | 19:19
Ritgerðin "Áhugaverð heimspeki" efrir Milliliði varðandi bókina Gorgías
Inngangur
Í ritgerðinni verða tekin fram örfá dæmi úr bókinni Gorgías sem er aðalega um samtal sófistana Pólos, Kaírefón, Kallíkles og Gorgías. Þeir eru að ræða saman í bókinni líkt og þetta sé handrit úr leikriti og komast að álitum hvers annars á vissum mismunandi vafasömum málefnum og sjá hvors annars sjónarhorn á hlutina, þá komast þeir af því að fyrsta skoðun þeirra á ákveðnu atriði var kannski röng að þeirra eigin mati eftirá. Þeir rökræða hlutina út í eitt sín á milli og breyta jafnóðum um skoðun eftir því hversu vel sannfærðir þeir urðu á þessu vafasömu atriðum sem þeir tóku sér fyrir hendur að grúska í. Sú spurning sem ég mun taka fyrir er "afhverju er það ekki endilega gott að taka út refsingu fyrir allt sem maður hefur gert af sér í fortíðinni?". Í ritgerðinni mun ég telja upp galla og kosti í kringum þessa spurningu, svo mun ég skrifa um fleira sem mér dettur í hug í kringum þessar vangaveltur þeirra útfrá mínu eigin áliti, vangaveltur útfrá því að hafa lært af mistökum eða einfaldlega lært af reynslu, ég hef lært þá staðreynd að oft er maður svo vitrari eftirá. Það er gott að lesa um fortíðina til að átta sig betur á lífinu og skilja hvað lífið gengur útá. Þessi bók gefur manni tækifæri til að læra ákveðin grundvallaratriði í lífinu fyrir betri framtíð.
Meginmál
Sókrates var mikill spekingur, hann var uppi á tímum þegar menn voru farnir að flytja úr sveitum og setjast að í þorpum eða borgum til þess aðalega að skapa meiri menningu meðal jarðarbúa. Með því að fólk fór að umgangast hvert annað með öllum nýjungum eða uppfinningum en þá fór fólkið að krefjast eftir betri skilning almennt á hlutunum, fólk fór að sýna fram á meiri og mannúrðlegri samskipti manna á milli dag eftir dag, þeir fóru að setja lög sem allir eiga að fara eftir þessa dagana svo það sé meiri friður og vinsemd meðal manna almennt séð, færri brot á reglum svo að hægt sé að setjast að einhverstaðar í heiminum hvar sem það gæti verið til að eiga gott líf þar sem dýrunum, menn eru einu vitsmunarverurnar sem geta sætt sig við aðstæður. Ef allir eru duglegir við að hljálpa til við uppbyggingu samfélags sem fólk er í og ef fólkið borgar skatta ef út í það er farið, flest fólk vill að ríkidæmið eigi sér einhverja framtíð þá er það eftirsóknarvert atriði í lífinu.
Réttlæti skiptir miklu máli, refsa þarf fólki sem brýtur af sér stöðugt til að koma í veg fyrir að fólkið sem ítrekað er brotið á líði ekki eins illa og það á til með að gera ef miklu ranglæti er beitt gagnvart því stöðugt. Þar sem fólkið settist að í borgum með þeim afleiðingum að það fór að ganga í skóla til að læra að lesa, skrifa þá urðu menn vitrari með tímanum, fólk fór að skrá niður einhverja ákveðna lífsleikni, reglur og búa lög samtíma síns, allt þetta breytist jafnóðum með tímanum í takt við þær væntingar fólksins sem til staðar verða náttúrulega, grunnþarfir mannana til að lifa af breytist sífellt ómeðvitað yfirhöfuð.
Það kemur mér á óvart að spekingarnir sem þessir menn voru, voru að velta fyrir sér hlutum sem eiga gott erindi til dagsins í dag og menn voru að reyna að átta sig á hlutum sem fólk í dag hefur ekki heyrt neitt mikið um endilega, það þarf greininlega að spá í lifnaðarhætti fólks í dag, það þarf að reyna að skilja betur væntingar hvers og eins til að taka réttar ákvarðanir með fjölskyldunni sinni eða bara kunningjum sem dreyma kannski um að lenda í því að eiga farsælda framtíð framundan í nútímasafélagi þar sem reynsla þeirra kemur alltaf til með að gagnast þeim það sem eftir er. Alla dreymir um frið á jörðunni og gera allt mögulegt til að fá að verðskulda að fá að fara til himnaríkis eða fá gott framhaldslíf ef það er það sem viðkomandi trúir að gerist eftir lífið.
Tvíhyggja stendur fyrir því að lífið sem við þekkjum er tvennskonar kannski, það er eitthvað sem vitsmunaverur geta hugsað í huganum líkt og kóngulær þurfa ekki að læra að spinna vef eða sú þekking að við erum efnisleg fyrirbæri og finnum fyrir veraldlegum hlutum betur ef við erum alltaf rosalega jarðtengd eða meðvituð um allt sem er að gerast í heiminum. Annar hlutin af tvíhyggju fjallar um sálina, enginn maður veit neitt eins og er hvort sálin endist að eilífu eða hvort það er bara eitt skipti sem maður lifir lífinu hvort sem maður er fluga eða hvað sem það er sem er með sál. Ef það er líf eftir dauðan þá geri ég fastlega ráð fyrir því að það sama gildir fyrir alla einnig sama hvort sem þeir hafi skapað eitthvað meira líf á jörðinni eða ekki. Lífið getur verið ósanngjarnt og allar lífverur eiga alltaf skilið annað tækifæri ef allt hefur misheppnast í lífinu, til dæmis ef einhver missir allt eða viðkomandi einfaldlega tókst ekki að láta fara betur um sig á jörðunni því lífið var of stutt þó sá hafi átt allt gott skilið því viðkomandi kannski gerði allt rétt.
Í ritgerðinni mun ég beina minni athygli að því sem umræða sófistanna og Sóktratesar snérinst allt í einu um á vissum tímapunkti, umræðan snérist um hvort maður ætti alltaf að taka út refsingu fyrir að brjóta af sér. Að mínu mati þá reynir maður að komast undan því að uppljóstra nákvæmnlega öllu hreinskilningslega til allra og alls ekki alltaf útskýra hvernig mistök manns kunna að hljóða, frekar bera virðingu fyrir þagnaskyldu yfir leyndarmálum hversdagsleikans hver sem hann er eða kann að vera. Allskonar pælingar mannnana þurfa bara ekki að vera upplýstar hverjum sem er hvað sem þær gætu verið hverju skipti, ef eitthvað kemur uppá eða ef einhver í kringum mann vill eiga einhver leyndarmál þá ættu allir að bera virðingu fyrir því eitthvað smávegis og sýna þeim einstaklingum þá virðingu með að þegja yfir því ef þess er krafist.
Sjónarhorn hinna spekingana en þessara sem ég nefndi fyrr í ritgerðinni voru einnig áhugaverð, að þetta snérist um réttlæti og að hafa góða samvisku alltaf frekar en að lifa við einhvern annan veruleika sem gæti verið til að mynda af hinu illa, mikil óhollusta verður þá fyrir sálina að vera vitni af slíkri illsku, þar afleiðandi afar lélegt fæði sem sá matast sífellt af því án þess að eiga það skilið. Hvað þá ef þráhyggjan er að taka völdin, ef allt virðist fara á annan endann vanalega séð og ekkert gengur upp því aðstæður heimsins eru bara þannig í dag. Þráhyggja getur kannski ollið óhamingu og einstaklingi líður aldrei vel með sjálfan sig fyrr en að hafa talað um hlutina við fagfólk í þeim málum, upplýsa jafnvel sitt sjónarhorn á því sem er að plaga þá manneskju. Það er líka gott að geta átt sín leyndarmál og ég trúi að það sé alltaf þess virði að geta komist upp með smá svidl ef það gerir engum mein.
Það að einhver geti ekki þagað yfir einhverju og segjir alltaf öllum öll leyndarmál því viðkomandi einfaldlega bara getur ekki þagað yfir þeim þá er það algjörlega þess virði að segja þeim einstaklingum ekki neitt er það ekki? Hvernig væri það ef allir vissu allt sem maður væri að hugsa um, væri það ekki pínulítið óþægileg lífsreynsla. Ég held það, sem betur fer þá þurfa ekki allir að vita allt sem maður er að hugsa.
Ofsóknaræði er fyrirbæri sem allar lífverur finna fyrir einhverntíman og slíkt getur fengið mann til að hafa alltof miklar áhyggjur af hlutunum svo að manni kannski líður aldrei vel nema maður segji öðrum hver misskylningurinn er, þá væri sá aðili örugglega að biðja um fyrirgefningu í leiðinni til að komast til botns í því erindi eftir allt saman. Ef það er ekki hægt að komast upp með að fara ekki endilega eftir ákveðnum reglum sem manni hafa verið settar af hvaða aðila sem er, þá væri kannski lífið of augljóst, ekki nógu innihaldsríkt, einum of væmið eða þykir einum of sjálfsagt hvernig það er lifað.
Sókrates sagði þessi orð í viðtali sínu. Ef ætlunin er að halda uppi vörnum fyrir óréttvísi, hvort sem það er manns eigin eða foreldra manns, vina, barna, eða föðurlands, þá kemur mælskulistin okkur ekki að neinu gangi. Nema þá maður skyldi gera ráð fyrir því að fyrst og fremst ættu menn að ásaka sjálfan sig, síðan ættingja sína eða aðra vini sem eiga til með að brjóta af sér oft á tíðum. Það er gott að geta talað um hlutina við einhvern sem skilur mann og fólk þarf að geta átt sín leyndarmál sem allir mega ekki endilega vita af nema þeir sem eru manni næstir ef það er óskin. Það bætir ekki beint heilsuna að gefa sig fram fyrir eitthvað brot, það getur annarsvegar lagað allt fyrir mann sjálfan, sálina, áhyggjur, þráhyggjur, ofsóknaræði og jafnvel áfallastreitunu sem er verið að glíma við.
Lokaorð
Almenn ályktun mín á þessu máli er sú að það er mjög mikilvægt ef að manni vilji farnast vel í lífinu, að læra eins mikið og maður getur af öllu því sem gerist í kringum sig. Mikilvægt er að ræða hlutina, að sýna afstöðu og láta engan vaða yfir sig í sífellu. Maður verður að verja sig því annars gerir fólk manni mein ítrekað með illsku sinni. Það var mikill lærdómur af þessari bók en það var alltof mikið af nýjum orðum fyrir mér sem ég hef aldrei pælt í hver er rétt þýðing á og botnaði ekki upp né niður í heldur. Gaman er að fá þessa bók á Íslensku því það fékk mig til að halda að þeir hafi hreinlega rætt málin á íslensku frekar á einhverju öðru tungumáli, íslenska er flottasta tungumálið að mínu mati og í heimspeki þá sérstaklega. Ég tók fyrir þessa einu spurningu og svaraði henni með minni bestu getu um hvað mér finnst, ég ákvað að nota mín eigin orð að sjálfsögðu till að búa til þessa spurningu í innganginum en studdist við eina heimild Sókratesar í bókinni Gorgías sem ég rétt gluggaði í.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)