18.5.2025 | 22:32
Matur og hugmyndir um mat frá Milliliðum
Forðast að borða mikið brauð vegna þess að þá er hætta á að fá hægðatregðu og borða minna á kvöldin áður en þú ferð í háttinn svo allt fari nú vel.
Passa að borða ekki of mikið af mat yfir daginn því þá verður erfitt að losa hægðir, mælt er með að borða sig 80% saddann í hverri máltíð.
Ekki kaupa coffindrykki né gosdrykki.
Ekki borða mikið eftir klukkan 22:00 á kvöldin en sjá alltaf til þess að fara ekki svangur að sofa.
Alltaf athuga dagsetningar á mat og sjá hvort snakkpokar séu opnir eða brauðið myglað þegar verslað er í búð.
Ódýr, góður og hentugur matur:
Kaupa oftar hráefni í einhvernveginn samlokur því þá áttu alltaf eitthvað þegar þú verður svangur og það þarf ekki að nota örbylgjuofninn.
Borða ristabrauð með skinku og tómötum.
Elda hakk og spagettí með grænmeti oftar, hafa gulrætur, sveppi, papriku, gulrætur og tómata niðursuðu dós kássu á pönnu, þessi máltíð kostar um 3000 krónur og eru tvær máltíðir.
Þegar ég elda pulsur í ofninum þá verður að skera rönd þvert yfir pulsuna og besta meðlætið er þá venjulegt kartöflusalat.
Elda pulsubita með bökuðum baunum þá seturu fjórar pulsur í réttinn, gott er að kaupa minnstu smjörin, steikja með því , steikja pylsurnar aðeins áður en þú hellir þeim á pulsubitana á pönnunni og hræra í og láta malla í örfáar mínútur.
Prufaðu í samlokugrillinu að gera samlokur með tómatsósu og osti með ostinn aðeins útfyrir fyrir bragðið af brenndum ost með smá tómatsósu í.
Eiga lýsi, banana, weetabix og mjólk alltaf.
Byrja að kaupa venjulegt samlokubrauð, ostsneiðar, skinku, pepperoni, eiga létta koktteilsósu og pizzasósu til að galdra fram mat því þá áttu alltaf eitthvað til að borða á milli mála, þetta er ódýrasti maturinn sem fæst.
4 Grænmetis hamborgarar með 4 brauðum er ágætt að kaupa af og til sem tilbreytingu.
Hugmyndir um neyslu matar & matargerð:
Hægt er að hita pizzasneiðar í samlokugrill í með þær vafnar inní bökunarpappír.
Sleppa alveg að neyta sykurs í mat eða drykk því það hreinlega er verulega slæmt fyrir líkamann.
Ekki kaupa smjör ef þú notar það of sjaldan.
Steikja mat uppúr smjöri, ég hef engin not fyrir matarolíu í framtíðinni, passa mig á öllu sem er með eldhættu af eins og enginn annar væri morgundagurinn.
Passa mig að borða ekki of heitan mat svo þú fáir ekki brunasár í munninn eða í hálsi, bíða þá alltaf í smá stund ef of heitt er.
Það er betra að borða mjúkann vatnsríkari mat og ekki nota eldavélina né ofninn á morgnana og þess vegna er hafragrautur ekki ákjósanleg máltíð.
Matur & drykkir sem ég mæli ekki með að neyta:
Ekki drekka neitt með gervisykri, ekki orkudrykki.
Ekki borða poppkorn út af skurninum.
Ekki kaupa né borða sælgæti, ekkert gos.
Ekki borða neitt súkkulaði eða konfekt.
Ekki borða kex eða neinar þurrar kökur.
Neyðarkassi:
10 lítrar vatn, sem sagt 5X 2 lítra flöskur
Kveikjari og kerti
Hrökkbrauð, sardínur og túnfiskur í olíu dósir
6 bakaðar baunir niðursuðudósir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)