25.5.2025 | 21:13
Gagnrýni á íslenskri bók sem heitir Heitur snjór eftir Milliliðir
Heitur snjór fjallar um eiturlyf, hreint heróín sem ungt fólk á Íslandi byrjar að nota. Sagan hefst í eyðimörk Norður Afríku þaðan sem ópíumi var smyglað frá miðausturlöndum til Tyrklands, svo til Ameríku og Evrópu en úr ópíumi er búið til morfín, úr morfíninu er svo búið til heróín. Svo allt í einu gerist sagan í New York, þar sem lögreglan kemst í spilið, smyglkeðja hjá Íslendingi sem er bæði smyglari og birgðamaður eyðinlegst en sá maður heitir Arnþór í bókinni. Arnþór flýr til Íslands með nokkur kíló af heróíni og kemur því svo til sölu til Ólafs í Reykjavík með þeim skilyrðum að selja bara gömlum fíklum það en Ólafur svíkur það loforð. Afleiðingarnar af því er svo lýstar vandlega í bókinni. Það virtist hafa skapast ástand út af skorts á efninu fyrir þá sem ánetjuðust því, þær hörmungar eiga sér stað í Reykjavík seinna í bókinni, fólk fór að taka eftir einhverju einkennilegu hegðunarmynstri hjá ákveðnum einstaklingum og svo var raunin sú að sumir krakkar voru orðnir langt leiddir með þetta heróín og orðnir líkamlega háðir þessu sterka dópi. Ástandið hérna var orðið eins og í verstu stórborgum, fíklar meiðandi og rænandi fólki niðrí bæ um kvöld og helgar. Nokkrar sögupersónur sem urðu fyrir þessu efni heita Denni, Hulda, Marta, Leibbi og Bjarni. Denni var foreldralaus í íbúðinni sinni, hann hélt partý um helgar og móðir hans var veik á spítalanum á því tímabili. Hulda er kærastan hans Denna í bókinni og fór meðal annars að sofa hjá dópsala til að útvega Denna næsta heróín skammt. Hulda verður einnig háð efninu, hún reynir að verða sér út um meira af efninu sjálf og í lok bókarinnar reynir hún meira að segja aftur að selja sig fyrir sínum næsta skammt en það varð ansi missheppnuð tilraun sem leiddi hana til dauða en hún fyrirfór sér í lokin. Lögreglan er á hælum eiturlyfjasalanna eftir að þessi vinahópur drepa óvart gamlan mann þegar þau ræna hann til að ná sér í meiri pening til að geta keypt sér þetta umrædda eiturlyf, lögreglunni tekst að handsama Arnþór sem átti sök þess að heróínið fór í sölu en þá var hann orðinn mjög peningamikill af þessari sölu. Lögreglunni og þeirra rannsókn á þessu máli er vel líst í þessari bók. Þetta er góð bók að mínu mati og vel þess virði að lesa hana, það var hinsvegar leitt hvernig fór fyrir þessum krökkum sem voru í byrjun bara að leita sér að einhverju helgarkikki þegar þau smökkuðu þetta heróín sem þau vissu í raunini ekki hvað var og þau kölluðu það bara snjó. Það má segja að aðalpersónur bókarinn voru Denni og Hulda en því miður urðu þau bæði fárveik og orðnir langt leiddir fíklar í sögulok. Það má hreint útsagt segja að þessi bók hefur ekki endir þar sem allt fer vel.
Viktor Arnar Ingólfsson er höfundur bókarinnar og er einnig vel þekktur fyrir sögur sínar Engin spor frá árinu 1998, Flateyjargátu frá 2002 og Dauðasök frá 1978. Heitur snjór er frá árinu 1982.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning