Inngangur
Höfundur bókarinnar er Sigríður Hagalín Björnsdóttir, bókin kallast Eldarnir ástin og aðrar hamfarir, hún var gefin út árið 2020. Ritgerðin fjallar um söguþráðinn í viðkomandi bók, þar sem ég fer ekki ítarlega út í nöfnin á öllum og hvernig allir líta út þá finnst mér aðalega áhugvert að fjalla svolítið um starfið sem aðalsögupersónan gegnir, allt það sem hún veit um jörðina sem mér fannst frekar áhugavert til að skrifa eitthvað um í meginmálinu. Það kom á óvart þegar ég náði mér í þessa bók að það byrjaði eldgos á svipuðum slóðum og það byrjaði í bókinni. Sagan kom eins og elding úr heiðskýru lofti, ég sá mikla umfjöllun í sjónvarpinu um að höfundur bókarinnar Sigríður hafi séð þetta fyrir og veit allt sem þarf að vita um slíkar sem þessar náttúruhamfarapælingar.
Meginmál
Bókin hefst á því að Anna Arnardóttir er kynnt til sögunnar, afar nákvæmnar lýsingar eru á fjölskyldu hennar og hvernig heimilislífið þar er. Hún Anna er forstöðumaður Jarðvísindastofnunar og hún tekur starfinu sínu náttúrulega mjög alvarlega, svo er Anna líka nánast fædd í það starf vegna þess að pabbi hennar er einnig að vinna við jarðvísindi. Hún býr í glæsibúllu sem er við Elliðavatn. Anna og maðurinn hennar eru hamingjusamlega gift, eiga börn saman, þau eiga alla þá hluti sem eru bráðnauðsinlegir fyrir svona stóra fjölskyldu. Því er lýst þannig að allt hjá Önnu er fullkomið og hún búin að koma sér í góða stöðu í samfélaginu sínu á höfuðborgarsvæðinu.
Hún Anna er hörkudugleg kona sem vinnur við m.a. að taka ljósmyndir fyrir fjölmiðlana sem eru reyndar þeir nákvæmnlega sömu og eru í gangi á Íslandi um þessar mundir. Vinnustaðurinn hennar Önnu er stór og það eru margir aðilar þar sem koma við sögu og kynntir til nafns, höfundur bókarinnar lýsir þeim afar vel og allar þessar persónulýsingar fá mann til að fá góða mynd af því hvernig þetta á alltsaman að hafa verið, hvernig allt á að líta út í hinum blákalda raunveruleika.
Að mínu mati þá gerir Anna allt vitlaust með að halda framhjá manninum sínum og auðvitað er spennuþrungið framhjáhald í gangi til að halda lesandanum við efnið, auðvitað gengur lífið ekki vandamálalaust fyrir sig því einhvernveginn þarf höfundur bókarinnar að koma með eitthvað sem gerir skáldsögu að skáldsögu og ég gat ekki beðið með að vita hvernig málin komu til með að þróast í jákvæða eða neikvæða átt í sögunni.
Höfundur bókarinnar vitnar í slys sem gerðist í raun og veru árið 1947 þar sem maður að nafni Steinþór Sigurðsson lést við að rannsaka eldgosið í Heklu við að taka myndir fyrir þá íslensku fjölmiðla sem voru í gangi á þeim tímum. Hann stóð of nálægt gosinu og fékk glóandi stein í bringuna sína við hjartastað og lést samstundis. Þetta slys var átakanlegt fyrir aðal sögupersónu bókarinnar hana Önnu, ég geri fastlega ráð fyrir því að fullt að fólki munu aldrei fara nálægt eldgosi bara til að skoða það út af því að það getur alltaf orðið skyndilegar breytingar á gosinu og dagarnir taldir fyrir suma viðstadda aðila.
Höfundur bókarinnar er með mjög áhugaverðar skoðanir á ýmislegum pælingum líkt og að segja að Íslendingar þurfa aldrei að stækka við sig með að taka yfir önnur lönd því Ísland stækkar af sjálfu sér út af eldgosum. Svo finnst höfundinum það vera einungis tímaspursmál hvenær það byrjar að gjósa hvar sem er og að við búum nánast á hrauninu þar sem gýs mest á, þá meinar hún að höfuðborgin hefði getað verið betur staðsett en þar sem hún er núna.
Höfundur bókarinnar hefur vandlega kynnt sér fyrir eldgosasögu Íslands með nákvæmum tímasetningum sem allar ættu að standast við þær heimildir sem Sigríður hefur náð komist í. Margar staðreyndir um jarðfleka jarðarinnar koma fram í bókinni, útskýrt er vandlega hvernig jarðflekarnir eru á stöðugri hreyfingu, aðskiljast og breytast í sífellu, höfundurinn segir að ein mannsævi sé stutt miðað við hversu lengi jörðin hefur verið til, afar áhugavert sem kemur fram í bókinni er að tugir kynslóðatímabila á mannfólkinu er eins og einn dagur fyrir jörðina miðað við hversu lengi við erum til hér á jörðunni.
Höfundurinn lýsir því ferli sem fer í gang á jarðvísindastofunni þegar það byrjar að gjósa en í sögunni þá reyndar útskýrir hann ákveðna ástarsögu sem fer í gang á milli Önnu aðalsögupersónu og samstarfsmanns hennar. Sumir vilja kannski svona spennuþrungna ástarsögu það sem sumir einstaklingar eru snillingar í að koma sér í slæma stöðu, gera allskonar slæma hluti, fólkið endar kannski með þvílíkt slæma samvisku yfir öllum sköpuðum hlutunum, enda svo með að láta sig hreinlega líða umtalsvert ömurlega yfir öllu saman eftirá, hver er sinnar gæfu smiður eins og orðatiltækið hljómar.
Í flestum köflum sögunnar er eitthvað mikið að gerast í sambandi við vinnuna hennar Önnu og hún einhvernvegin í vitlausum félagsskap allan tíman en svo endar hún með að vera svona hrikalega fallega hugsandi að hún vilji náttúrulega ekki fórna því sambandi sem hún er í með mannium sem hún er gift, orðstýr Önnu mun kannski glatast ef hún heldur framhjá og það fjáhagslega öryggi sem hún og fjölskyldan eiga sameiginlega, þá fer allt í vaskinn. Anna vildi halda áfram sínu eðlilega lífi með þá fjölskyldu sem hún á fyrir og segir þessum myndarlega ljósmyndara að hún vilji ekki vera með honum lengur. Ef til vill verður framhald að þessari en að mínu mati var aðalðersónan Anna bara rétt kona í vitlausum kringumstæðum en samt sýndi hún mikla ábyrgð fyrir sína nánustu með skynsamlegar ákvarðanir.
Lokaorð
Hér hef ég í þessari ritgerð fjallað nokkuð ítarlega um söguþráð skáldsögunnar og hef útskýrt hvað var svona gott við þetta verk eða það sem verkið í heild sinni hefur skilaði til mín sem skáldsaga. Ég hef tekið fyrir staðreyndir sem mér fannst áhugaverðastar við lestur þessarar bókar og sagt mína skoðun með gagnrýni á hlutina hér. Þetta er bók eftir mjög áhugaverðan höfund að mínu mati, hún er ábyggilega engan veginn hætt að skrifa sögur líkar þessari. Eflaust mun ég kaupa framhaldið af þessari sögu eða lesa fleiri bækur eftir hana Sigríði Hagalín og hún mun eflaust verða mikill metsöluhöfundur með þessa frumlegu skáldsögu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning